Verkefni

Verkefni 1 - Samfélag / Saga

Nemendur vinna í pörum. Þeir eiga að velja sér einn kvenskörung sem fjallað er um á heimasíðunni og kynna sér hana vel.

Nemendur eiga að útbúa glærukynningu um kvenskörunginn sem þau velja þar sem fram kemur hver hún er, hvaðan hún kemur og hvað er það sem hún hefur afrekað.

Loks eiga nemendur að afla sér upplýsinga um landið sem viðkomandi er/var frá og skoða sögu kvennabaráttunnar í því landi, hvernig hún hefur þróast í gegnum árin. Sömuleiðis eiga nemendur að kanna stjórnarfarið og hver réttindi kvenna voru á þeim tíma sem kvenskörungurinn var/er á lífi og bera saman við stöðuna í dag.

Að lokum eiga nemendur að taka saman efnið og segja sína skoðun á þróuninni ef hún hefur verið einhver og rökstyðja svar sitt með gagnrýnum augum.

Verkefni 2

Einstaklingsverkefni – Nemendur eiga að kynna sér staðalmyndir kynjanna og hvernig þær birtast okkur í daglegu lífi. 

  • Hafa staðalmyndirnar á körlum og konum breyst í gegnum tíðina? ef svo er hvernig? til hins betra eða verra?
  • Hvaða áhrif hafa staðalmyndir kynjanna á okkur?
  • Ef þú mættir stjórna því hvort það væru til staðalmyndir eða ekki hvort myndir þú velja? Rökstuddu svar þitt.
  • Hefur þú orðið fyrir eða orðið vitni að niðrandi orðræðu þar sem staðalmyndir eru notaðar? Nefndu dæmi
Verkefni 3 - Þriðja vaktin

Nemendur eiga að útbúa tölfræði rannsókn.

Þeir velja sér eitt af eftirfarandi viðfangsefnum til þess að útbúa spurningaramma:

      • Heimilisstörf
      • Þriðja vaktin
      • Tekjur á heimilinu
        Næst þurfa nemendur að ákveða úrtakið (aldursbil).
        Spurningakönnun lögð fyrir þátttakendur.
        Unnið úr svörum.
        Setja þarf upp gildistöflu og myndrænt líkan ásamt því að skrifa ígrundun um niðurstöður rannsóknarinnar.