Bríet Bjarnhéðinsdóttir

Um Bríeti Bjarnhéðinsdóttir

Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist 27.september árið 1856. Enginn annar íslendingur hefur haft eins mikil áhrif og hún á að konur fengu lagalegt jafnrétti á við karla. Hún tók snemma eftir misrétti kynjanna. Hún barðist fyrir réttindum kvenna. Fyrsta grein sem hafi verið skrifuð af konu og birt á Íslandi var eftir Bríeti en greinin birtist í Fjallkonunni. Hún skrifaði greinina þegar hún var 16 ára gömul. Greinin fjallaði um menntun og réttindi kvenna. Árið 1887 var hún fyrst kvenna til þess að halda opinberan fyrirlestur. Bríet ritstýrði og stofnaði Kvennablaðið og átti einnig frumkvæði að stofnun Kvenréttindafélags Íslands, Lestrafélags kvenna í Reykjavík og Verkakvennafélagsins Framsóknar. Með stofnun Kvennréttindafélagi Íslands þar sem Bríet var í fararbroddi þá hófst skipulögð kvennréttindahreyfing á Íslandi. Jafnrétti í menntunarmálum, kosningarrétt og kjörgengi til Alþingis voru helstu sigranir hjá félaginu.

Áhugavert efni

Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar tikvenréttindabaráttu á Íslandi https://www.visindavefur.is/svar.php?id=14257 

Bríet Bjarnhéðinsdóttir, 160 ára minning https://landsbokasafn.is/uploads/syningarskrar/Briet_160_ara_skra.pdf

Greta Thunberg

Um Gretu Thunberg

Greta Thunberg fæddist í Svíþjóð þann 3. janúar árið 2003. Hún er einn þekktasti baráttumaður fyrir loftslagsbreytingum í heiminum og hefur hún vakið athygli á þeim málum sérstaklega hjá ungu fólki. Hún hélt fyrsta skólaverkfallið fyrir loftslag fyrir utan sænska þinghúsið sumarið 2018, þá 15 ára gömul. Mörg þúsund ungmenni út um allan heim tóku þátt í mótmælunum. Hún hefur haldið margar ræður fyrir þjóðarleiðtoga, hefur verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels á hverju ári frá 2019-2023 og árið 2019 var hún yngsta Time person of the year frá upphafi.

Áhugavert efni

Grein frá BBC sem fer yfir hver Greta Thunberg sé og hvað hún hefur áunnið á sínum ferli. https://www.bbc.com/news/world-europe-49918719

Amelia Earhart

Um Ameliu Earhart

Amelia Earhart fæddist þann 27. júlí árið 1897 í Atchison í Kansas, hún var ein af frægustu flugmönnum heims. Hún var fyrsta konan til þess að fljúga ein yfir Atlantshafið. Hún hafði frá barnsaldri sýnt ævintýralegt og sjálfstætt eðli sem hún var síðar þekkt fyrir. Fyrsta flugferðin hennar var árið 1920, það varð til þess að hún fór í flugnám. Hún keypti sína fyrstu flugvél árið 1921, tveimur árum seinna fékk hún flugmannsréttindi. Árið 1928 var leitast eftir því að hafa konu meðferðis til þess að fljúga yfir Atlantshafið, var Amelia valin í það og var hún farþegi í því flugi. Hún öðlaðist heimsfrægð eftir ferðina og skrifaði bækur um ferðir sínar. Auk flugmannsafreka sinna þá var hún þekkt fyrir það að hvetja konur til þess að hafna þrengjandi félagslegum viðmiðum og til að sækjast frekar eftir ýmsum tækifærum þá sérstaklega á sviði flugs. Árið 1929 hjálpaði hún til við að stofna samtök kvenflugmanna sem urðu síðan þekkt sem Ninety-Nines þar sem hún var fyrsti forseti þess. Árið 1933 frumsýndi hún hagnýta fatalínu sem var hönnuð fyrir konur sem lifa aktívum lífsstíl. Árið 1935 skráði Amelia sig í sögubækurnar fyrir fyrsta sóloflugið frá Hawaii til Kaliforníu. Seinna á sama ári var hún einnig fyrst til þess að fljúga ein síns liðs frá Los Angeles til Mexíkóborgar. Árið 1937 þá var ætlunin að fljúga í kringum heiminn ásamt Fred Noonan stýrimanni sínum. Þau lögðu af stað 2. júlí frá Holandeyju. Seinna í ferðinni gerði Amelia viðvart að þau voru að verða eldsneytislaus. Gerð var leit af þeim en leit var síðan hætt þann 19. júlí.

Annette Kellerman

Um Annette Kellerman

Annette fæddist árið 1886 Í Ástralíu. Veikleiki í fótum hennar gerði það að verkum að hún þurfti að klæðast sársaukafullum stál spelkum til þess að styrkja fæturnar hennar. Þegar hún var 6 ára þá lærði hún að synda, þegar hún var 13 ára þá voru fæturnir hennar nánast orðnir eðlilegir. Þegar hún var 16 ára þá sló hún heimsmet kvenna í 100 metra sundi og í einni mílu. Hún klæddist sundfötum sem ætluð voru körlum í stað þess að klæðast hefðbundnum Victorian sundfatnaði sem ætlaður var fyrir konur og lenti hún í ádeilum fyrir það. Hún barðist fyrir því að fá þæginlegri sundfatnað fyrir konur svo þær þyrftu ekki að synda í óþæginlegum sundfatnaði, kjólum, sem ætlaður var konum. Hún hannaði síðan sína eigin sundfatalínu.

Áhugavert efni

 Stutt myndband um hvernig Annette Kellerman setti nýtt met sem sundkona. https://www.youtube.com/watch?v=QIbajmMoh8A 

Grein um afrek Annette Kellerman. https://adb.anu.edu.au/biography/kellermann-annette-marie-6911

 

Jóhanna Sigurðardóttir

Um Jóhönnu Sigurðardóttur

Jóhanna Sigurðardóttir fæddist þann 4. október 1942. Hún var fyrsta opinberlega samkynhneigða konan til þess að verða forsætisráðherra í öllum heiminum. Hún er einnig sá þingmaður sem hefur setið lengst á þingi og fyrst í Íslandssögunni til þess að hafa ríkisstjórn sína jafnt skipuð konum og körlum.

Áhugavert efni

Hér má finna æviágrip Jóhönnu Sigurðardóttur https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=287 

Marie Curie

Um Marie Curie

Marie Curie var fædd í Varsjá þann 7.nóvember árið 1867. Hún er einn frægasti eðlis og efnafræðingur sögunnar. Marie vann tvisvar sinnum til Nóbelsverðlauna fyrir rannsóknir sínar á geislavirkni og frumefninu radíni. Hennar rannsóknir voru sannkallað brautryðjendastarf sem varðar nýtingu kjarnorku, eiginleika frumefna og þróun.

Áhugavert efni

Umfjöllun um Marie Curie á Nóbelsverðlaunavefnum. https://www.nobelprize.org/prizes/physics/1903/marie-curie/biographical/ 

 Grein um störf Marie Curie og þau veikindi af völdum geislunar leiddu hana til dauða. https://www.britannica.com/biography/Marie-Curie/Death-of-Pierre-and-second-Nobel-Prize  

 

Mother Teresa

Um Móðir Teresu

Móðir Teresa fæddist þann 26.ágúst 1910 í Makedóníu. Hún fór til Indlands og gerðist nunna, hún helgaði sig í að vinna meðal þeirra fátækustu í fátækrahverfum Kalútta. Hún stofnaði útiskóla fyrir börn í fátækrahverfum. Seinna fóru sjálfboðaliðar að vinna með henni og hún fékk styrki. Hún stofnaði góðgerðarfélag sem er nú starfandi í mörgum löndum. Hún var tekin í dýrlingatölu árið 2016.

Rosa Parks

Um Rosu Parks

Rosa Parks var bandarísk baráttukona fyrir réttindum svartra, hún var fræg fyrir að neita að gefa sætið sitt til hvítan manns í strætisvagni í Alabamba árið 1955. Sem var neistinn sem kveikti á borgararéttindarhreyfingunni í Bandaríkjunum. 

Sveindís Jane Jónsdóttir

Um Sveindísi Jane

Sveindís Jane Jónsdóttir er 23 ára landsliðskona í fótbolta. Hún er í röð fremstu fótboltakvenna heims. Hún hefur spilað 116 leiki fyrir KSÍ deildarfélög í meistaraflokki og á 37 landsleiki að baki þrátt fyrir ungan aldur. Sveindís spilar með þýska liðinu Wolfsburg í dag og er þar í lykilhlutverki. Hún ólst upp á Reykjanesinu ásamt móður sinni sem kemur frá Gana og föður sínum. Sveindís hefur gefið út bókina “Sveindís Jane saga af stelpu í fótbolta” en bókin kom út árið 2023. Sveindís er mikil kvenfyrirmynd fyrir unga sem aldna.

Taylor Swift

Um Taylor Swift

Taylor Swift er 34 ára amerísk söngkona og textahöfundur. Swift byrjaði 14 ára að skrifa lög og gefa út. Hún á metið yfir mest spiluðu plötuna á einum sólarhring á Spotify.

Tove Jansson

Um Tove Jansson

Tove Jansson fæddist í Finnlandi þann 9. ágúst árið 1914. Hún var frægur rithöfundur og skrifaði m.a sögurnar um múmínálfana. Móðir hennar var fræg listakona frá Svíþjóð, Signe Hammarsten- Jansson en faðir hennar var finnskur myndhöggvari. Hún átti því ekki langt að sækja lista hæfileika sína. Ásamt því að hafa skrifað bækurnar um múmínálfana myndskreytti hún Hobbitann og Ævintýri Lísu í Undralandi. Starfsævi Tove varði í yfir 70 ár. Margar af vísunum sem hægt er að finna í bókum hennar lýsa lífi hennar og sömuleiðis eru margar sögupersónur byggðar á persónum í lífi Tove. Tove var samkynhneigð og bjó hún í áratugi með sambýliskonu sinni Tuulikki en samkynhneigð var bönnuð í Finnlandi allt til ársins 1971.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir / Owl Fisher

Um Uglu Stefaníu / Owl Fisher

Ugla er trans baráttukona sem berst fyrir réttindum trans á Íslandi og víðar, t.d. Bretlandi þar sem hán er búsett. Hán er eitt af stofnendum My Genderation sem býr til fræðslumyndbönd um líf og reynslu trans fólks. Hán hefur gefið út tvær bækur ásamt maka sínum Fox Fisher, Trans Teen Survival Guide og Trans Survival Workbook. Einnig hefur hán skrifað greinar, haldið fyrirlestra og fleira en hán er líka áberandi á samfélagsmiðlum þar sem hán miðlar upplýsingum og baráttu hinsegin samfélagsins. Ugla var á lista yfir 100 áhrifamestu konur heims hjá BBC árið 2019.  

Áhugavert efni

Hér má finna YouTube slóð með ýmsum upplýsingum um trans og þeirra upplifun í samfélaginu. https://www.youtube.com/channel/UCsDRRuhpz3oCi5PABiiY5kA 

Vigdís Finnbogadóttir

Um Vigdísi Finnbogadóttur

Vigdís Finnbogadóttir fæddist þann 15. apríl árið 1930. Hún var fysta konan sem var kjörin var forseti í þjóðaratkvæðargreiðslu í öllum heiminum. Vigdís var kjörin forseti 29.júní árið 1980 og endurkjörin án atkvæðargreiðlu 1984. Árið 1988 var hún endurkjörin í kosningum og endurkjörin án atkvæðargreiðslu árið 1992 og lét síðar af embætti árið 1996. Árið 1949 var Vigdís stúdent, hún stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntun í Grenoble og í París við Sorbonne háskólann á árunum 1949-1953. Á árunum 1958-1958 þá nam hún leiklistarsögu í Kaupmannahafnarháskóla. Hún tók BA próf í frönsku og próf í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. Vigdís er einnig heiðursprófessor og heiðursdoktor við marga háskóla víðsvegar um heiminn. Áður en Vigdís varð forseti Íslands þá vann hún við ýmis störf, hún var blaðafulltrúi Þjóðleikhússins á árunum 1954-1957 og 1961-1964, um árabil var hún leiðsögumaður á sumrin, á árunum 1962-1967 þá var hún kennari við Menntaskólann í Reykjavík og á árunum 1967-1972 við Menntaskólann í Hamrahlíð. Hún kenndi einnig við Háskóla Íslands og á árunum 1972-1980 þá var hún leikhússtjóri  Leikfélags Reykjavíkur.

Vilborg Arna Gissurardóttir

Um Vilborgu Örnu

Vilborga Arna er með B.A. gráðu í ferðamálafræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hún er mikil útivistarkona og hefur meðal annars farið í skíðaferð yfir Grænlandsjökul, farið í siglingarferðir og gengið ein á Suðurpólinn. Árið 2014 varð hún fyrsta kona í heiminum sem hafði bæði klifið 8000 metra háan tind ein og farið á pól ein. Hún var fyrsta íslenska konan til þess að komast á topp Everest fjalls sem er hæsti tindur heims, það hafðist árið 2017. Mottóið hennar er: “Ef þú þráir eitthvað nógu heitt að þá finnurðu leiðina, – annars finnurðu bara afsökunina“

Áhugavert efni

Hér má finna heimasíðu Vilborgar Örnu þar sem finna má allt milli himins og jarðar sem tengist útivist og heilbrigðum lífsstíl. www.vilborg.is